9. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 9. nóvember 2020 kl. 15:05


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 15:05
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 15:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 15:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:05
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 15:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 15:05
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 15:05
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 15:05
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 15:05

Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 16:25.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Fundargerð 8. fundar var samþykkt.

2) Útflutningur fiskafurða til Bandaríkjanna (meðafli sjávarspendýra) Kl. 15:05
Nefndin fékk á sinn fund Brynhildi Benediktsdóttur og Arnór Snæbjörnsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Uppbygging flutningskerfis raforku Kl. 16:00
Á fund nefndarinnar mættu Guðmundur Ingi Ásmundsson og Sverrir Jan Norðfjörð frá Landsneti og Dr. Guðni A. Jóhannesson og Rán Jónsdóttir frá Orkustofnun.

Kynntu Guðmundur Ingi og Sverrir Jan kerfisáætlun Landsnets 2020 - 2029 og í framhaldi svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

Þá mætti á fund nefndarinnar Páll Erland frá Samorku. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 202. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist Kl. 17:54
Nefndin fjallaði um málið og ræddi drög að nefndaráliti.

5) 42. mál - stórefling innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar Kl. 18:00
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Sigurður Páll Jónsson yrði framsögumaður þess.

6) 229. mál - búvörulög og búnaðarlög Kl. 18:00
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir yrði framsögumaður þess.

7) Önnur mál Kl. 18:00
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:04