10. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 10. nóvember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 10:35.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

2) NÍ síld - Verðsamanburður milli Íslands og Noregs Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Árni Skúlason, Eyrún Elva Marínósdóttir, Ingveldur Jóhannesdóttir og Jóhann Þórhallsson frá Verðlagsstofu skiptaverðs.

Kynntu gestir samantekt; Norsk-íslensk síld - Hráefni og afurðir, Verðsamanburður milli Íslands og Noregs. Í framhaldi svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

3) 224. mál - búvörulög Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Katrínu Maríu Andrésdóttur frá Samtökum garðyrkjubænda og Gunnar Þorgeirsson frá Bændasamtökum Íslands.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 56. mál - samvinnufélög o.fl. Kl. 10:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Huldu Ragnheiði Árnadóttur og Áslaugu Gunnlaugsdóttur frá Félagi kvenna í atvinnulífinu og Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur frá Kvenréttindafélagi Íslands.

Þá fékk nefndin á sinn fund Matthildi Magnúsdóttur og Eddu Símonardóttur frá Skattinum.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna

5) Önnur mál Kl. 10:43
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45