13. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 16. nóvember 2020 kl. 15:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 15:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 15:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 15:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 15:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 15:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 15:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 15:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 15:00

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 16:36.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Dagskrárlið frestað.

2) Skýrsla sérfræðingahóps samtaka launafólks um efnahagsleg áhrif Covid-19 Kl. 15:03
Á fund nefndarinnar mættu Halla Gunnarsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands, Vilhjálmur Hilmarsson frá Bandalagi háskólamanna og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir BSRB.

Gestir kynntu skýrslu sérfræðingahóps samtaka launafólks um efnahagsleg áhrif Covid-19 og svöruðu í framhaldi spurningum nefndarmanna.

3) 56. mál - samvinnufélög o.fl. Kl. 16:00
Framsögumaður málsins, Lilja Rafney Magnúsdóttir kynnti drög að nefndaráliti. Nefndin fjallaði um málið.

4) 202. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist Kl. 16:26
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu. Að nefndaráliti meirihluta með breytingartillögu standa Lilja Rafney Magnúsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Haraldur Benediktsson og Njáll Trausti Friðbertsson.

Helgi Hrafn Gunnarsson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir annars vegar og Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson hins vegar boðuðu að lögð yrðu fram minnihlutaálit.

5) 265. mál - fiskeldi Kl. 16:30
Nefndin samþykkti að vísa málinu til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Njáll Trausti Friðbertsson yrði framsögumaður þess.

6) 238. mál - endurskoðun á lagaumhverfi fyrir smávirkjanir Kl. 16:30
Nefndin samþykkti að vísa málinu til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður þess.

7) 97. mál - kjötrækt Kl. 16:30
Nefndin samþykkti að vísa málinu til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Helgi Hrafn Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

8) Önnur mál Kl. 16:36
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:45