18. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 26. nóvember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Sunna Rós Víðisdóttir (SRV), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 12. fundar var samþykkt.

2) (ESB: Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum Kl. 15:00
Nefndin fékk á sinn fund Aðalstein Þorsteinsson og Sigurð Árnason frá Byggðastofnun og Rebekku Hilmarsdóttur frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 112. mál - ráðstafanir til að draga úr notkun pálmaolíu á Íslandi Kl. 09:45
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til seinni umræðu. Allir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti.

4) 321. mál - Tækniþróunarsjóður Kl. 09:53
Nefndin ákvað að vísa málinu til umsagnar með tveggja vikna fresti. Ákvörðun um framsögumann var frestað.

5) 322. mál - opinber stuðningur við nýsköpun Kl. 09:53
Nefndin ákvað að vísa málinu til umsagnar með tveggja vikna fresti. Ákvörðun um framsögumann var frestað.

6) Önnur mál Kl. 09:54
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:02