19. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 27. nóvember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:35
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Sunna Rós Víðisdóttir (SRV), kl. 09:00

Sunna Rós Víðisdóttir vék af fundi kl. 9:22.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

2) Samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB: Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Árni Bjarnason og Árni Sverrisson frá Félagi skipstjórnarmanna og Ingveldur Jóhannesdóttir, Eyrún E. Marínósdóttir og Jóhann Þórhallsson frá Verðlagsstofu skiptaverðs. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Kynning á skýrslu um stöðu kvenna í nýsköpun á Norðurlöndunum Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar mættu Berglind Hallgrímsdóttir Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Jenny Ruth Hrafnsdóttir frá Crowberry Capital. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 265. mál - fiskeldi Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar mættu Kolbeinn Árnason, Jón Þrándur Stefánsson og Ásta Einarsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 336. mál - jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku Kl. 10:45
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður þess.

6) Önnur mál Kl. 10:45
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50