20. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 30. nóvember 2020 kl. 15:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 15:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 15:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 15:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 15:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 15:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 15:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 15:00
Sunna Rós Víðisdóttir (SRV), kl. 15:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 15:00

Sigurður Páll Jónsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerðir 14. og 15. fundar voru samþykktar.

2) Kynning á úttekt á samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi með tilliti til raforkukostnaðar Kl. 15:00
Á fund nefndarinnar mættu Ingvi Már Pálsson og Ólafur Teitur Guðnason frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Barbara Breitschopf og Lin Zheng frá Fraunhofer ISI, Þýskalandi.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 336. mál - jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku Kl. 16:10
Á fund nefndarinnar mætti Ingvi Már Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Hann kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB: Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum Kl. 16:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Lúðvík Geirsson frá Hafnasambandi Íslands.

Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 16:58
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:58