22. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 4. desember 2020 kl. 13:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 13:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 13:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 13:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 13:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 13:00
Sunna Rós Víðisdóttir (SRV), kl. 13:00

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerðir 16. og 17. fundar og 19. - 21. fundar voru samþykktar.

2) 265. mál - fiskeldi Kl. 13:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund (kl. 13:05) Kjartan Ólafsson og Jóhannes Bjarna Björnsson frá Arnarlaxi og Sigurgeir Bárðarson og Einar K. Guðfinnsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. (kl. 13:50) Elías Blöndal Guðjónsson frá Landssambandi veiðifélaga, Elvar Örn Friðriksson frá NASF Verndarsjóði villtra laxastofna og Valgerði Árnadóttur frá Lax-á ehf. (kl. 14:10) Bryndísi Gunnlaugsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Rebekku Hilmarsdóttur frá Samtökum sjávarsveitarfélaga.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 377. mál - ferðagjöf Kl. 14:30
Nefndin fékk á sinn fund Sigrúnu Brynju Einarsdóttur og Þórarin Örn Þrándarson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með viku fresti og að Njáll Trausti Friðbertsson yrði framsögumaður þess.

4) 376. mál - búvörulög Kl. 14:40
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með viku fresti og að Haraldur Benediktsson yrði framsögumaður þess.

5) Önnur mál Kl. 14:46
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:46