23. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 8. desember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Sunna Rós Víðisdóttir (SRV), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Lilja Rafney Magnúsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 22. fundar var samþykkt.

2) 265. mál - fiskeldi Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund (kl. 9:00) Gísla Jón Hjaltason, Hauk Oddsson, Davíð Björn Kjartansson og Sigurð G. Guðjónsson frá Hábrún ehf. og (kl. 9:35) Kolbein Árnason, Ástu Einarsdóttur og Jón Þránd Stefánsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 377. mál - ferðagjöf Kl. 10:35
Dagskrárlið frestað.

4) 56. mál - samvinnufélög o.fl. Kl. 10:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Stefán Má Stefánsson, prófessor við Háskóla Íslands. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 336. mál - jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Páll Hreinsson frá Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 11:19
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:19