33. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 19. janúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 322. mál - opinber stuðningur við nýsköpun Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigriði Valgeirsdóttur, Brynhildi Pálmarsdóttur og Sigrúnu Brynju Einarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Einar G. Guðmundsson og Þorkell Sigurlaugsson.

Þá fékk nefndin á sinn fund Halldór Jónsson og Ólöfu Vigdísi Ragnarsdóttur frá Háskóla Íslands, Ara Kristin Jónsson og Jónas Þór Snæbjörnsson frá Háskólanum í Reykjavík, Unnar Stein Bjarndal frá Háskólanum á Bifröst, Erlu Björk Örnólfsdóttur frá Háskólanum á Hólum, Rannveigu Björnsdóttur frá Háskólanum á Akureyri og Peter Weiss frá Háskólasetri Vestfjarða.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samhliða var fjallað um 3. dagskrárlið, frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð.

Gestir viku kl. 11:00 og nefndin fjallaði áfram um málin.

3) 321. mál - Tækniþróunarsjóður Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigriði Valgeirsdóttur, Brynhildi Pálmarsdóttur og Sigrúnu Brynju Einarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Einar G. Guðmundsson og Þorkell Sigurlaugsson.

Þá fékk nefndin á sinn fund Halldór Jónsson og Ólöfu Vigdísi Ragnarsdóttur frá Háskóla Íslands, Ara Kristin Jónsson og Jónas Þór Snæbjörnsson frá Háskólanum í Reykjavík, Unnar Stein Bjarndal frá Háskólanum á Bifröst, Erlu Björk Örnólfsdóttur frá Háskólanum á Hólum, Rannveigu Björnsdóttur frá Háskólanum á Akureyri og Peter Weiss frá Háskólasetri Vestfjarða.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samhliða var fjallað um 2. dagskrárlið, frumvarp til laga um opinberan stuðning víð nýsköpun.

Gestir viku kl. 11:00 og nefndin fjallaði áfram um málin.

4) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10