40. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 11. febrúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00

Halla Signý Kristjánsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson viku af fundi kl. 11:05 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 56. mál - samvinnufélög o.fl. Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hannes G. Sigurðsson og Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 375. mál - jarðalög Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Einar K. Jónsson og Jón Jónsson frá Húnavatnshreppi, Eyjólf Ingva Bjarnason og Kristján Sturluson frá Dalabyggð, Jóhann Gísla Jóhannsson og Hlyn Gauta Sigurðsson frá Landssamtökum skógareigenda, Gísla Ásgeirsson frá Veiðiklúbbnum Streng.

Þá fékk nefndin á sinn fund Sigurð Árnason frá Byggðastofnun, Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur og Hrafnhildi Bragadóttur frá Skipulagsstofnun og Valgerði Rún Benediktsdóttur og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 56. mál - samvinnufélög o.fl. Kl. 11:08
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Magnús Kára Bergmann frá Hagstofu Íslands.

Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:30
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:37