58. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 15. apríl 2021 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
María Hjálmarsdóttir (MH), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 10:33

Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 11:00.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 36. - 46. fundar voru samþykktar.

2) 628. mál - raforkulög og stofnun Landsnets hf. Kl. 17:01
Nefndin fjallaði um máli og á fund hennar komu Kristín Linda Árnadóttir og Rafnar Lárusson frá Landsvirkjun, Guðlaug Sigurðardóttir og Guðmundur Ingi Ásmundsson frá Landsneti, Tryggvi Þór Haraldsson frá RARIK, Júlíus J. Jónsson frá Ráðgjafaráði veitufyrirtækja og Baldur Dýrfjörð frá Samorku.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 375. mál - jarðalög Kl. 10:40
Nefndin fjallaði um málið og á fund hennar komu Arnór Snæbjörnsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Guðjón Bragason og Valgerður Rún Benediktsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Guðrún Lára Sveinsdóttir frá Skipulagsstofnun.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 604. mál - tímabundnar endurgreiðslur til kvikmyndagerðar á Íslandi Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið og á fund hennar komu Skúli Eggert Þórðarson og Guðrún Jenný Jónsdóttir frá Ríkisendurskoðun.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 704. mál - breyting á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar Kl. 11:12
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og fresta ákvörðun um framsögumann.

6) Önnur mál Kl. 11:13
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:18