45. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 25. febrúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 418. mál - stjórn fiskveiða Kl. 20:39
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásbjörn Óttarsson og Bárð Guðmundsson frá Samtökum smærri útgerða og Axel Helgason og Stefán Guðmundsson frá Vinnuhópi X.

Þá fékk nefndin á sinn fund Írisi Róbertsdóttur frá Vestmannaeyjabæ, Ernu Jónsdóttur og Önnu Guðrúnu Árnadóttur frá Fiskistofu og Matthildi Ásmundardóttur frá Sveitarfélaginu Hornafirði.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samhliða var fjallað um 3. dagskrárlið, frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja).

3) 419. mál - veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásbjörn Óttarsson og Bárð Guðmundsson frá Samtökum smærri útgerða og Axel Helgason og Stefán Guðmundsson frá Vinnuhópi X.

Þá fékk nefndin á sinn fund Írisi Róbertsdóttur frá Vestmannaeyjabæ, Ernu Jónsdóttur og Önnu Guðrúnu Árnadóttur frá Fiskistofu og Matthildi Ásmundardóttur frá Sveitarfélaginu Hornafirði.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samhliða var fjallað um 2. dagskrárlið, frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.).

4) 44. mál - mótun sjálfbærrar iðnaðarstefnu Kl. 10:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Karl Sigurðsson frá BSRB, Ágúst Arnórsson og Sigurð Jóhannesson frá Háskóla Íslands og Ólaf Margeirsson.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 321. mál - Tækniþróunarsjóður Kl. 10:50
Nefndin fjallaði um málið.

Samhliða var fjallað um 6. dagskrárlið, frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun

6) 322. mál - opinber stuðningur við nýsköpun Kl. 10:50
Nefndin fjallaði um málið.

Samhliða var fjallað um 5. dagskrárlið, frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð.

7) 549. mál - fiskeldi, matvæli og landbúnaður Kl. 11:10
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og fresta ákvörðun um framsögumann.

8) 158. mál - gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa Kl. 11:10
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir yrði framsögumaður.

9) 165. mál - skylda ferðaþjónustuaðila til að bjóða upp á kolefnisjöfnun við sölu á þjónustu Kl. 11:10
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

10) 234. mál - stjórn fiskveiða Kl. 11:10
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

11) 232. mál - Fiskistofa Kl. 11:10
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

12) 231. mál - stjórn fiskveiða Kl. 11:10
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

13) Önnur mál Kl. 11:11
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:12