46. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 1. mars 2021 kl. 15:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 15:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 15:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 15:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 15:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 15:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 15:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 15:00

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Dagskrárlið frestað.

2) 419. mál - veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða Kl. 15:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Arnar Atlason frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda, Halldór G. Ólafsson frá Biopol og Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Hjálmar Hallgrímsson og Sigurður Óli Þórleifsson frá Grindavíkurbæ, Öldu Marín Kristinsdóttir frá Brothættum byggðum í Borgarfirði og Ólaf Arnar Hallgrímsson frá heimastjórn Borgarfjarðar.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samhliða var fjallað um 3. dagskrárlið, frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.).

3) 418. mál - stjórn fiskveiða Kl. 15:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Arnar Atlason frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda, Halldór G. Ólafsson frá Biopol og Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Hjálmar Hallgrímsson og Sigurður Óli Þórleifsson frá Grindavíkurbæ, Öldu Marín Kristinsdóttir frá Brothættum byggðum í Borgarfirði og Ólaf Arnar Hallgrímsson frá heimastjórn Borgarfjarðar.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samhliða var fjallað um 2. dagskrárlið, frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja).

4) 322. mál - opinber stuðningur við nýsköpun Kl. 16:00
Nefndin fjallaði um málið.

Samhliða var fjallað um 5. dagskrárlið, frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð

5) 321. mál - Tækniþróunarsjóður Kl. 16:00
Nefndin fjallaði um málið.

Samhliða var fjallað um 4. dagskrárlið, frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun

6) Kynning á þróunarstarfi við Breiðafjörð Kl. 16:30
Á fund nefndarinnar mættu Daniel Parker, Anna Kristjánsdóttir og Jim Keogh frá Acadian Seaplants, Kanada og Sæmundur K. Finnbogason frá kanadíska sendiráðinu á Íslandi.

Gestir kynntu þróunarverkefni við Breiðafjörð og svöruðu í kjölfarið spurningum nefndarmanna.

7) 281. mál - skipun starfshóps um merkingu kolefnisspors matvæla Kl. 17:15
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Lilja Rafney Magnúsdóttir yrði framsögumaður þess.

8) Önnur mál Kl. 17:16
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:22