70. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 19. maí 2021 kl. 14:30


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 14:47
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 14:47
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 14:47
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 14:47
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 14:47
María Hjálmarsdóttir (MH), kl. 14:47
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 14:47
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 14:47
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 14:47

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 14:47
Fundargerð 70. fundar var samþykkt.

2) 776. mál - ferðagjöf Kl. 14:47
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til þriðju umræðu.

Allir nefndarmenn skrifuðu undir álit án breytingartillögu.

3) 640. mál - endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis Kl. 14:56
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með viku fresti og að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður þess.

4) 672. mál - matvælaframleiðslu- og menntunarklasi á Árborgarsvæðinu Kl. 14:56
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með viku fresti og að Lilja Rafney Magnúsdóttir yrði framsögumaður þess.

5) Önnur mál Kl. 14:57
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:00