53. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 18. mars 2021 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00

Helgi Hrafn Gunnarsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Dagskrárlið frestað.

2) 549. mál - fiskeldi, matvæli og landbúnaður Kl. 09:02
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Björg Ástu Þórðardóttur frá Samtökum iðnaðarins.

Fundarhlé frá kl. 9:13 - 9:21.

Einnig fékk nefndin á sinn fund Guðrúnu Vöku Steingrímsdóttiu frá Bændasamtökum Íslands, Pál Rafnar Þorsteinsson frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og Báru Eyfjörð frá Dýralæknafélagi Íslands.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 543. mál - velferð dýra Kl. 09:42
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

4) 545. mál - stjórn fiskveiða Kl. 09:42
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

5) Ferjusiglingar á Breiðafirði m.t.t. atvinnuuppbyggingar á sunnanverðum Vestfjörðum Kl. 09:47
Nefndin ræddi málið og fékk á sinn fund Rebekku Hilmarsdóttur og Iðu Marsibil Jónsdóttur frá Vesturbyggð, Ólaf Þór Ólafsson frá Tálknafirði, Jakob Björgvin Jakobsson frá Stykkishólmsbæ, Sigurð Viggósson frá Samtökum atvinnurekenda á Sunnanverðum Vestfjörðum, Aðalsteinn Óskarsson og Sigríði Kristjánsdóttur frá Vestfjarðastofu, Hafdísi Gunnarsdóttur frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Víkingur Gunnarsson frá Arnarlaxi ehf., og Shirian Thorisson frá Arctic Fish ehf.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að leggja fram eftirfarandi bókun vegna málsins:

„Atvinnuveganefnd ræddi stöðu atvinnulífs á Vestfjörðum og Vesturlandi og mikilvægi tryggra samgangna. Nefndin tekur undir þau sjónarmið að forsendur samkeppnishæfni atvinnulífsins á svæðinu og möguleikar til frekari uppbyggingar og verðmætasköpunar, standi og falli með traustum og öruggum samgöngum. Afhendingaröryggi vöru er lykilatriði til að tryggja uppbyggingu vinnslu og virðisauka sem efli byggð á svæðinu.

Þrátt fyrir að mikil uppbygging á vegi nr. 60 á sunnanverðum Vestfjörðum sé í ferli gegnir áframhaldandi rekstur á ferju um Breiðafjörð ekki síður mikilvægu hlutverki fyrir atvinnulíf á Vestfjörðum og Vesturlandi. Baldur tengir þannig saman atvinnusvæði beggja vegna Breiðafjarðar.

Því skiptir grundvallarmáli að tryggja ferjusiglingar á Breiðafirði með traustu skipi. Atvinnuveganefnd skorar á Vegagerðina að leita strax annarra leiða eða gera úrbætur á hafnaraðstöðu við Breiðafjörð þannig að hægt verði að nota Herjólf sem varaskip þar til nýtt skip finnst sem nýta má til framtíðar. Öryggi í ferjusiglingum er lykillinn að vexti atvinnulífs, tryggum fólksflutningum og öryggi íbúa.“

6) 604. mál - tímabundnar endurgreiðslur til kvikmyndagerðar á Íslandi Kl. 11:15
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

7) Önnur mál Kl. 11:15
Nefndin ræddi starfið framundan kl. 9:34 - 9:42 og kl. 11:15 - 11:18.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:18