59. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 20. apríl 2021 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:45
María Hjálmarsdóttir (MH), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 628. mál - raforkulög og stofnun Landsnets hf. Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Katrínu Maríu Andrésdóttur og Gunnar Þorgeirsson frá Sambandi garðyrkjubænda, Gunnlaug Karlsson og Eymund Sigurðsson frá Sölufélagi garðyrkjumanna, Lárus M. K. Ólafsson og Sigríði Mogensen frá Samtökum iðnaðarins.

Einnig fékk nefndin á sinn fund Eddu Sif Aradóttur frá CarbFix ohf., Magnús Óskarsson, Dirk Nuberg og Silviu Delgado del Saz frá Climeworks AG, Sigrúnu Helgadóttur, Guðrúnu Finnsdóttur og Pál Ólafsson frá Norðuráli, Elínu Smáradóttur, Berglindi Rán Ólafsdóttur og Þránd Sigurjón Ólafsson frá Orku náttúrunnar.

Þá fékk nefndin á sinn fund Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Silju Rán Sigurðardóttur frá Orkustofnun.

Gestir gerðu gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 604. mál - tímabundnar endurgreiðslur til kvikmyndagerðar á Íslandi Kl. 10:31
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Elínu Ölmu Arthúrsdóttur og Jón Ásgeir Tryggvason frá Skattinum.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 51. mál - stjórn fiskveiða Kl. 11:47
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar í tvær vikur.

5) Önnur mál Kl. 11:48
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:54