61. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 28. apríl 2021 kl. 13:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 13:03
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 13:03
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:03
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 13:30
María Hjálmarsdóttir (MH), kl. 13:03
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:13
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 13:03
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 13:03

Helgi Hrafn Gunnarsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:03
Dagskrárlið frestað.

2) 628. mál - raforkulög og stofnun Landsnets hf. Kl. 13:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gest Pétursson frá Veitum ohf., Bjarna Frey Bjarnason, Írisi Lind Sæmundsdóttur og Jóhannes Þorleiksson frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 265. mál - fiskeldi Kl. 13:37
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Egil Þórarinsson frá Skipulagsstofnun og Vigdísi Sigurðardóttur frá Matvælastofnun.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Gestir viku kl. 14:06 og nefndin fjallaði áfram um málið.

4) 616. mál - einkaleyfi Kl. 14:24
Nefndin fjallaði um málið.

5) 375. mál - jarðalög Kl. 14:27
Nefndin fjallaði um málið.

6) 558. mál - brottfall laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis Kl. 14:36
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

7) Önnur mál Kl. 14:37
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:37