34. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 21. janúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 321. mál - Tækniþróunarsjóður Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Gunnhildi Gunnarsdóttur, Björn Karlsson og Ástu Margréti Sigurðardóttur frá félagsmálaráðuneyti.

Þá fékk nefndin Björn Marteinsson á sinn fund.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðum spurningum nefndarmanna.

Samhliða var fjallað um 3. dagskrárlið, frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun.

3) 322. mál - opinber stuðningur við nýsköpun Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Gunnhildi Gunnarsdóttur, Björn Karlsson og Ástu Margréti Sigurðardóttur frá félagsmálaráðuneyti.

Þá fékk nefndin Björn Marteinsson á sinn fund.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðum spurningum nefndarmanna.

Samhliða var fjallað um 2. dagskrárlið, frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð.

4) 345. mál - lax- og silungsveiði Kl. 10:10
Nefndin ákvað að vísa málinu til umsagnar með þriggja vikna fresti og að Njáll Trausti Friðbertsson yrði framsögumaður þess.

5) 375. mál - jarðalög Kl. 10:10
Nefndin ákvað að vísa málinu til umsagnar með þriggja vikna fresti og fresta ákvörðun um framsögumann.

6) 418. mál - stjórn fiskveiða Kl. 10:10
Nefndin ákvað að vísa málinu til umsagnar með þriggja vikna fresti og fresta ákvörðun um framsögumann.

7) 419. mál - veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða Kl. 10:10
Nefndin ákvað að vísa málinu til umsagnar með þriggja vikna fresti og fresta ákvörðun um framsögumann.

8) Önnur mál Kl. 10:11
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:18