73. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 28. maí 2021 kl. 09:05


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:05
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:05
María Hjálmarsdóttir (MH), kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:05
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:05
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:05

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Dagskrárlið frestað.

2) 755. mál - veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald o.fl. Kl. 09:05
Nefndin samþykkti afgreiðslu málsins til 2. umræðu.

Allir viðstaddir nefndarmenn skrifa undir álit með breytingartillögum, þar af Helgi Hrafn Gunnarsson og María Hjálmarsdóttir með fyrirvara.

Ásmundur Friðriksson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álit þetta í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

3) 752. mál - pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun Kl. 09:15
Nefndin samþykkti afgreiðslu málsins til 2. umræðu.

Allir viðstaddir nefndarmenn skrifa undir álit með breytingartillögum, þar af Helgi Hrafn Gunnarsson, María Hjálmarsdóttir, Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson með fyrirvara.

Ásmundur Friðriksson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir með vísan til 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

4) Önnur mál Kl. 09:35
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:47