76. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 4. júní 2021 kl. 10:35


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 10:37
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 10:37
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:37
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 10:37
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 10:37
María Hjálmarsdóttir (MH), kl. 10:37
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 10:37
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 10:37

Ólafur Ísleifsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:37
Dagskrárlið frestað.

2) 628. mál - raforkulög og stofnun Landsnets hf. Kl. 10:37
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.

Undir álit og breytingartillögur meiri hluta skrifa Lilja Rafney Magnúsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Friðriksson og Haraldur Benediktsson.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/933 frá 20. maí 2019 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 469/2009 um vottorð um viðbótarvernd fyrir lyf Kl. 11:04
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ernu S. Hallgrímsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Heimi Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2012/27/EB frá 25. október 2012 um orkunýtni, breytingu á tilskipunum 2009/125/EB og 2010/30/EB og um niðurfellingu á tilskipunum 2004/8/EB og 2006/32/EB. Kl. 11:14
Dagskrárlið frestað.

5) Önnur mál Kl. 11:14
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:14