1. fundur
atvinnuveganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. desember 2021 kl. 09:00


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:00
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Tómas A. Tómasson (TAT), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:00

Hanna Katrín Friðriksson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritarar:
Sigrún Rósa Björnsdóttir
Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Áheyrnaraðild Kl. 09:05
Formaður upplýsti nefndina um að þingflokkur Miðflokksins hefði tilnefnt Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem áheyrnarfulltrúa við nefndina og að þingflokkur Samfylkingarinnar hefði tilnefnt Þórunni Sveinbjarnardóttur sem árheyrnarfulltrúa við nefndina, sbr. 1. mgr. 7. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

2) Störf nefndarinnar Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um þau störf sem framundan eru.

3) 22. mál - stjórn fiskveiða Kl. 09:10
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 17. janúar og að Gísli Rafn Ólafsson verði framsögumaður þess.

4) 15. mál - velferð dýra Kl. 09:15
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 17. janúar og að Tómas A. Tómasson verði framsögumaður þess.

5) 86. mál - stjórn fiskveiða Kl. 09:20
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 17. janúar og að Hanna Katrín Friðriksson verði framsögumaður þess.

6) Önnur mál Kl. 09:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:30