6. fundur
atvinnuveganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. febrúar 2022 kl. 09:10


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:10
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:10
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:10
Kári Gautason (KGaut) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:10
Tómas A. Tómasson (TAT), kl. 09:10
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:10
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:10

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Haraldur Benediktsson og Þórarinn Ingi Pétursson tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði sbr. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa Alþingis.

Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 4. og 5. fundar voru samþykktar.

2) Raforkumál Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu Sverrir Jan Norðfjörð og Gnýr Guðmundsson frá Landsneti og kynntu skýrslu; Afl og orkujöfnuður 2022 - 2026.

Gestir viku kl. 10:00 og nefndin ræddi málið.

3) Staða íslenskrar ferðaþjónustu Kl. 10:07
Á fund nefndarinnar mættu Skarphéðinn Berg Steinarsson frá Ferðamálastofu og Benedikt Magnússon frá KPMG ehf. og kynntu skýrslu; Fjárhagsgreining: Viðspyrnan - áskoranir í íslenskri ferðaþjónustu í ársbyrjun 2022.

Gestir viku kl. 11:01 og nefndin ræddi málið.

4) 118. mál - búvörulög og búnaðarlög Kl. 11:05
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Hanna Katrín Friðriksson verði framsögumaður þess.

5) 250. mál - fýsileikakönnun á merkingum kolefnisspors matvæla Kl. 11:05
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður þess.

6) 93. mál - endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis Kl. 11:05
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Stefán Vagn Stefánsson verði framsögumaður þess.

7) Önnur mál Kl. 11:06
Nefndin ræddi starfið framundan.

Tómas A. Tómasson lagði fram eftirfarandi bókun:

„Ég óska þess að mál nr. 15 (Bann við blóðmerahaldi) verði sett á dagskrá fundar atvinnuveganefndar fimmtudaginn 10. febrúar.

Málið er umfangsmikið og fjöldi umsagna er nánast fordæmalaus. Atvinnuveganefnd hefur aðeins fundað einu sinni um málið eftir að umsagnir bárust og mikil vinna er fram undan í málinu. Nauðsynlegt er að taka málið á dagskrá sem fyrst og fylgja því eftir svo ljúka megi afgreiðslu þess fyrir þinglok.“

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:08