29. fundur
atvinnuveganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 31. maí 2022 kl. 09:00


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:00
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Helga Þórðardóttir (HelgÞ), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:00

Hanna Katrín Friðriksson boðaði forföll.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 22., 23., 25. og 28. fundar voru samþykktar.

2) 587. mál - pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Helenu Karlsdóttur frá Ferðamálastofu og Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

3) 692. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi Kl. 09:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þóru Hallgrímsdóttur og Jón Óskar Hallgrímsson frá nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, Pétur Þ. Óskarsson og Einar Hansen Tómasson frá Íslandsstofu og Stefán Skjaldarsson og Kristján Gunnarsson frá Skattinum.

Þá komu á fundinn Sigríður Mogensen og Lilja Björk Guðmundsdóttir frá Samtökum iðnaðarins og Kristinn Þórðarson frá Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda og fjölluðu um málið.

4) 386. mál - fiskveiðistjórn Kl. 10:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Agnar Braga Bragason og Áslaugu Eir Hólmgeirsdóttur frá matvælaráðuneyti.

Að loknum gestakomum ræddi nefndin málið.

5) Önnur mál Kl. 11:42
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:42