31. fundur
atvinnuveganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 3. júní 2022 kl. 09:05


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:05
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:05
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:05
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir (HelgÞ), kl. 09:05
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:05
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:05

Haraldur Benediktsson boðaði forföll.

Nefndarritarar:
Elín Ósk Helgadóttir
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 30. fundar var samþykkt.

2) 692. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi Kl. 09:06
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og Ingva Má Pálsson og Daníel Svavarsson frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu.

Að loknum gestakomum ræddi nefndin málið. Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir gögnum frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu sem það kynni að búa yfir í tengslum við vinnu starfshóps sem hafði það hlutverk að vinna að nýju frumvarpi tengt endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

3) 386. mál - fiskveiðistjórn Kl. 10:35
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Stefáni Vagni Stefánssyni, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, Gísla Rafni Ólafssyni, Hönnu Katrínu Friðriksson, Hildi Sverrisdóttur og Þórarni Inga Péturssyni. Tómas A. Tómasson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Stefán Vagn Stefánsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Hanna Katrín Friðriksson, Hildur Sverrisdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson.
Þórunn Sveinbjarnardóttir áheyrnarfulltrúi er samþykk álitinu.

Gísli Rafn Ólafsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, lagði fram eftirfarandi bókun: „Friðhelgi einkalífs er mikilvægur stjórnarskrárréttur sem einungis skal skertur þegar brýna nauðsyn ber til. Of mörg gögn benda til þess að umgengni um sameiginlega auðlind þjóðarinnar, hafið, sér í lagi í formi ólöglegs brottkasts, sé mun verri en áður var talið. Ég tel því að nauðsyn krefjist þess að Fiskistofu séu veittar auknar heimildir, undir ströngu regluverki, sem gerir henni kleift að fylgjast betur með nýtingu þessara sameiginlegu auðlindar þjóðarinnar.“

4) Önnur mál Kl. 11:15
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20