34. fundur
atvinnuveganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 10. júní 2022 kl. 13:00


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 13:00
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 13:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 13:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 13:00
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 13:00
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir Svanberg Hreinsson (SvanbH), kl. 13:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 13:00

Berglind Ósk Guðmundsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerðir 31., 32. og 33. fundar voru samþykktar.

2) 692. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi Kl. 13:02
Formaður og framsögumaður málsins kynnti uppfærð drög að nefndaráliti og nefndin fjallaði um málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt. Allir viðstaddir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti með breytingartillögum. Berglind Ósk Guðmundsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa. Helga Vala Helgadóttir, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, er samþykk álitinu.

3) Eignarhald Landsnets Kl. 13:25
Nefndin samþykkti að flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 74/2021 um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003, og lögum um stofnun Landsnets hf., nr. 75/2004.

4) Önnur mál Kl. 13:27
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:30