24. fundur
atvinnuveganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. maí 2022 kl. 09:00


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:08
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:00
Helga Þórðardóttir (HelgÞ), kl. 09:00
Helgi Héðinsson (HHéð), kl. 09:00

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Sigurður Friðleifsson frá Orkustofnun tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 451. mál - stjórn fiskveiða o.fl. Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, Jón Kristin Sverrisson og Pétur Pálsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Gestirnir viku kl. 9:24 og nefndin ræddi um málið.

3) 582. mál - niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Magnús Dige Baldursson og Hrein Hrafnkelsson frá matvælaráðuneyti.

Einnig fékk nefndin á sinn fund Bjarna Amby Lárusson og Óskar Helga Albertsson frá Skattinum.

Þá fékk nefndin á sinn fund Sigurð Friðleifsson frá Orkustofnun.

4) 475. mál - matvæli og eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru Kl. 10:27
Tillaga formanns um afgreiðslu málsins til 2. umræðu var samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Stefán Vagn Stefánsson, Hildur Sverrisdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Benediktsson, Helga Þórðardóttir og Helgi Héðinsson.

Helga Vala Helgadóttir áheyrnarfulltrúi lýsti sig samþykka álitinu.

5) 350. mál - stjórn fiskveiða og lög um veiðigjald Kl. 10:32
Tillaga formanns um afgreiðslu málsins til 2. umræðu var samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.

Að nefndaráliti meiri hluta ásamt breytingartillögu standa Stefán Vagn Stefánsson, Hildur Sverrisdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Benediktsson, Helga Þórðardóttir og Helgi Héðinsson.

6) Önnur mál Kl. 10:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40