7. fundur
atvinnuveganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 13. október 2022 kl. 09:12


Mætt:

Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:12
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:12
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:12
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:12
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:22
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:18
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 09:12
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:12

Hanna Katrín Friðriksson og Stefán Vagn Stefánsson boðuðu forföll.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Kynning á þingmálaskrá menningar- og viðskiptaráðherra á 153. þingi Kl. 09:12
Á fund nefndarinnar mættu menningar- og viðskiptaráðherra Lilja Alfreðsdóttir og Baldur Þórir Guðmundsson, Heiðar Eide og Ingvi Már Pálsson frá menningar-og viðskiptaráðuneyti.

2) Fundargerð Kl. 09:31
Fundargerðir 2. og 4. - 6. fundar voru samþykktar.

3) 120. mál - búvörulög Kl. 09:33
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Þórarinn Ingi Pétursson verði framsögumaður þess.

4) 19. mál - stjórn fiskveiða Kl. 09:33
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Gísli Rafn Ólafsson verði framsögumaður þess.

5) 9. mál - endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis Kl. 09:33
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Stefán Vagn Stefánsson verði framsögumaður þess.

6) Önnur mál Kl. 09:34
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:40