14. fundur
atvinnuveganefndar á 153. löggjafarþingi
heimsókn hjá Landsneti föstudaginn 18. nóvember 2022 kl. 13:00


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 13:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:30
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH), kl. 13:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 13:00
Tómas A. Tómasson (TAT), kl. 13:00

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Berglind Ósk Guðmundsdóttir var fjarverandi. Þá boðuðu Hildur Sverrisdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson forföll.

Bókað:

1) Heimsókn til Landsnets Kl. 13:00
Nefndin heimsótti Landsnet og þeir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri, Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs, Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs og Þorvaldur Jacobsen, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs, tóku á móti nefndarmönnum og kynntu fyrir þeim starfsemi stofnunarinnar.

Fundi slitið kl. 15:00