15. fundur
atvinnuveganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. nóvember 2022
kl. 09:06
Mætt:
Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:06Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:06
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH), kl. 09:06
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:06
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:15
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:06
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:06
Tómas A. Tómasson (TAT), kl. 09:06
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:06
Nefndarritari: Þórhildur Líndal
Berglind Ósk Guðmundsdóttir boðaði forföll.
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerðir funda 11-14 voru samþykktar.
2) 490. mál - veiðigjald Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar komu frá matvælaráðuneytinu þau Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, Benedikt Árnason, Kári Gautason og Sigríður Norðmann. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
3) 442. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist Kl. 10:25
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var út 18. nóvember 2022, skv. heimild í 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. bókun nefndar á 5. fundi nefndarinnar hinn 29. september sl. Þá var ákveðið að Stefán Vagn Stefánsson yrði framsögumaður nefndarinnar í málinu.
4) Önnur mál Kl. 10:26
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 10:26