18. fundur
atvinnuveganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 28. nóvember 2022
kl. 16:39
Mætt:
Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 16:49Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 16:39
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 16:39
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 16:39
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 16:49
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 16:39
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 16:39
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 16:39
Tómas A. Tómasson (TAT), kl. 16:39
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 16:39
Nefndarritari: Ívar Már Ottason
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 16:39
Lið frestað.
2) 490. mál - veiðigjald Kl. 16:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund þá Ásmund G. Vilhjálmsson og Garðar Víði Gunnarsson. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Samþykkt var Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir yrði framsögumaður nefndarinnar í málinu. Þá var tillaga formanns nefndarinnar um að afgreiða málið úr nefnd samþykkt af hálfu allra viðstaddra nefndarmanna. Að nefndaráliti meiri hluta standa Stefán Vagn Stefánsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Haraldur Benediktsson, Hildur Sverrisdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson. Gísli Rafn Ólafsson og Hanna Katrín Friðriksson boðuðu sitt hvort minnihlutaálitið í málinu.
3) Önnur mál Kl. 17:11
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 17:11