5. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 1. nóvember 2011 kl. 09:03


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:03
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:03
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:03
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:03
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:03
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:03
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:08
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:03

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:03
Dreift var drögum að fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Drögin voru samþykkt með breytingu.

2) Málefni álvers á Bakka. Kl. 09:07 - Opið fréttamönnum
Á fund nefndarinnar komu Tómas Már Sigurðsson og Kristján Halldórsson frá ALCOA á Íslandi. Gestirnir kynntu nefndinni ákvörðun fyrirtækisins um að reisa ekki álver á Bakka á Húsavík og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Viðstaddir dagskrárliðinn voru fréttamennirnir Sigurjón Ólason frá Stöð 2 og Kristín Sigurðardóttir frá RÚV.

3) Málefni álvers á Bakka. Kl. 10:16
Nefndin átti símafund með Guðrúnu Maríu Valgeirsdóttur og Dagbjörtu S. Bjarnadóttur frá Skútustaðahreppi. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til ákvörðunar ALCOA á Íslandi um að reisa ekki álver á Bakka á Húsavík. Að því loknu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

4) 138. mál - matvæli Kl. 11:03
Lögð var fram tillaga um að LRM yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt samhljóða.

5) 24. mál - hitaeiningamerkingar á skyndibita Kl. 11:05
Lögð var fram tillaga um að BVG yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt samhljóða.

6) 22. mál - norræna hollustumerkið Skráargatið Kl. 11:07
Lögð var fram tillaga um að ÞSa yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt samhljóða.

7) 61. mál - matvæli Kl. 11:08
Lögð var fram tillaga um að LRM yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt samhljóða.

8) 33. mál - framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum Kl. 11:09
Lögð var fram tillaga um að JónG yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt samhljóða.

9) 37. mál - nýsköpunarátak til að stórefla heilsársferðaþjónustu úti á landi Kl. 11:10
Lögð var fram tillaga um að EKG yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt samhljóða.

10) 10. mál - sókn í atvinnumálum Kl. 11:12
Lögð var fram tillaga um að SIJ yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt samhljóða.

11) 114. mál - löggilding nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum Kl. 11:14
Lögð var fram tillaga um að ÓÞ yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt samhljóða.

12) Önnur mál. Kl. 11:15
Nefndin ræddi mögulega dagskrárliði og gesti á næstu fundum hennar.
Rædd var beiðni yfirstjórnar Alþingis um að nefndin gefi eftir tímann frá kl. 11 á þriðjudögum þannig að fjárlaganefnd geti fundað.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.
ÓÞ var fjarverandi vegna þingstarfa á Norðurlandaráðsþingi.


Fundi slitið kl. 11:20