10. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 11. nóvember 2011 kl. 10:05


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 10:05
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 10:05
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 10:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:05
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 10:05
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 10:05

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 11:51
Fyrir fundinn vöru lögð drög að fundargerðum síðustu tveggja funda nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt án athugasemda.

2) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar komu Sigurgeir Þorgeirsson og Arndís Ármann frá sjávartútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og Kristján Skarphéðinsson og Jón Óskar Hallgrímsson frá iðnaðarráðuneytinu. Sigurgeir og Arndís kynntu nefndinni þann hluta 1. gr. fjárlagafrumvarps 2012 sem snertir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu. Kristján og Jón Óskar kynntu nefndinni þann hluta 1. gr. fjárlagafrumvarps 2012 sem snertir iðnaðarráðuneytið og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Á fundinum voru eftirfarandi gögn lögð fram:
a) Tillaga sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins að nýrri skiptingu á fjárlagalið/viðfangsefnum 04-190-190 og 04-190-198.
b) Samantekt tillagna iðnaðarráðuneytisins fyrir 2. umræðu um frumvarp til fjárlaga 2012 og fjáraukalaga 2011.
c) Sundurliðanir tillagna iðnaðarráðuneytisins fyrir 2. umræðu um fjáraukalög 2011.
d) Listi yfir stöðu fjárlagaliða í fjárlagafrumvarpi 2012.
e) Minnisblað Orkustofnunar til iðnaðarráðherra um skiptingu fjárlagaliðar 11-373 árið 2012.


3) Önnur mál. Kl. 11:53
Nefndin ræddi stuttlega um tilhögun næstu funda nefndarinnar.
Lögð var fram tillaga um að nefndin sendi 24. mál. hitaeiningamerkingar á skyndibita og 10. mál. sókn í atvinnumálum til umsagnar. Tillagan var samþykkt án athugasemda.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.
ÓÞ var fjarverandi vegna Björgunarstarfa.
BVG og ÞSa voru fjarverandi vegna nefndarstarfa í fjárlaganefnd.
JónG yfirgaf fundinn kl. 10:42 vegna annarra nefndastarfa.



Fundi slitið kl. 11:58