20. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. desember 2011 kl. 08:33


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 08:33
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 08:33
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 08:33
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 08:33
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 08:33
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 08:33
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 08:49
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 08:33
Þór Saari (ÞSa), kl. 08:33

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 08:33
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerðum 17., 18. og 19. funda nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt án athugasemda.

2) 114. mál - löggilding nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum Kl. 08:38
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Þá var lögð fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið frá sér með álitsdrögunum. Tillaga var samþykkt samhljóða.
ÓÞ var með á málinu skv. 4. mgr. 18. gr. bráðabirgðastarfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

3) Önnur mál. Kl. 08:41
Nefndin ræddi málsmeðferð 22. máls og mögulegar dagskrár næstu funda.


4) Kolefnisgjald. Kl. 09:01
Á fund nefndarinnar komu Sigurður Guðmundsson og Hildur Edwald frá fjármálaráðuneytinu, Einar Þorsteinsson frá Elkem Íslandi ehf., Hákon Björnsson frá Thorsil ehf. og Þorsteinn Víglundsson frá Samál. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til nýlegra yfirlýsinga fjármálaráðherra um kolefnisgjald. Að því loknu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

5) Fjárfestingaráform Huang Nubo. Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar kom Halldór Jóhannsson. Gesturinn kynnti nefndinni fjárfestingaráform Huang Nubo (Beijing Zhongkun Investment Group Co.,Ltd). Að því loknu svaraði gesturinn spurningum nefndarmanna.

6) 305. mál - raforkulög Kl. 10:39
Á fund nefndarinnar komu Ingvi Már Pálsson og Erla S. Geirsdóttir frá iðnaðarráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:59