21. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 9. desember 2011 kl. 09:01


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:01
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:01
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:01
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:01
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 11:30
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:01
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:01

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 12:28
Lögð voru fram drög að fundargerð síðasta fundar. Gerðardrögin voru samþykkt án athugasemda.

2) 318. mál - Landsvirkjun o.fl. Kl. 09:01
Á fund nefndarinnar komu Ingvi Már Pálsson frá iðnaðarráðuneytinu, Elín Smáradóttir og Ingvar Stefánsson frá Orkuveitu Reykjavíkur og Skúli Thoroddsen, Guðni Jóhannesson og Erla Björk Þorgeirsdóttir frá Orkustofnun. Ingvi kynnti nefndinni þingmálið og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu. Aðrir gestir kynntu nefndinni afstöðu sína til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 305. mál - raforkulög Kl. 10:42
Á fund nefndarinnar komu Skúli Thoroddsen, Guðni Jóhannesson og Erla Björk Þorgeirsdóttir frá Orkustofnun, Gústaf Adolf Skúlason frá Samorku og Hilmar Ögmundsson frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) Ótryggð raforka. Kl. 11:17
Á fund nefndarinnar komu Jón Steinn Elíasson frá Toppfiski ehf., Steingrímur Leifsson og Þorgrímur Leifsson frá Frostfiski ehf., Bryndís Skúladóttir og Bjarni Már Gylfason frá Samtökum iðnaðarins og Magnús Bjarnason og Stella Marta Jónsdóttir frá Landsvirkjun. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til ákvörðunar Landsvirkjunar um að hætta að selja sk. ótryggða orku. Að því loknu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

5) 306. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi Kl. 12:10
Á fund nefndarinnar komu Þórður Reynisson og Jón Óskar Hallgrímsson frá iðnaðarráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

6) Önnur mál. Kl. 12:30
Rætt var um mögulega dagskrá næstu funda nefndarinnar.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.
BVG var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
ÓÞ var fjarverandi.
MSch var seinn á fundinn vegna þátttöku í opnum fundi Landsvirkjunar um gagnaver.

Fundi slitið kl. 12:30