22. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. desember 2011 kl. 15:19


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 15:19
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 15:19
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 15:19
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 15:19
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 15:19
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 15:19
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 15:19
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 15:19
Þór Saari (ÞSa), kl. 15:19

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 15:19
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað til næsta fundar nefndarinnar.

2) 318. mál - Landsvirkjun o.fl. Kl. 15:21
Á fund nefndarinnar komu Andri Teitsson og Dan Brynjarsson frá Fallorku ehf. og Snorri Stefánsson frá Samkeppniseftirlitinu. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 306. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi Kl. 16:28
Á fund nefndarinnar komu Ari Kristinsson, Kjartan Þór Þórðarson og Hilmar Sigurðsson frá Sambandi íslenskra kvikmyndagerðarmanna, Helga Margrét Reyndal og Leifur B. Dagfinnsson frá Truenorth ehf. og Einar Tómasson frá Íslandsstofu. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) 305. mál - raforkulög Kl. 17:26
Nefndin ræddi þingmálið.
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Þá var lögð fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið frá sér með álitsdrögunum. Tilagan var samþykkt af KLM, LRM, MSch, ÓÞ og BVG.

5) Staða viðræðna um skiptingu aflaheimilda í makrílveiðum á Norðaustur-Atlantshafi. Kl. 17:47
Á fund nefndarinnar komu Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurgeir Þorgeirsson og Jóhann Guðmundsson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og Tómas H. Heiðar formaður samninganefndar um makrílveiðar í Norðaustur-Atlantshafi. Gestirnir kynntu nefndinni gang samningaviðræðna um makrílveiðar í Norðaustur-Atlantshafi og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

6) Önnur mál. Kl. 18:47
Nefndin ræddi mögulega dagskrá næsta fundar.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.
MSch yfirgaf fundinn kl. 17:30 en kom aftur kl. 18:00
ÞSa yfirgaf fundinn kl. 17:37.
KLM yfirgaf fundinn kl. 17:38 og LRM tók þá við stjórn fundar.


Fundi slitið kl. 18:48