24. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. desember 2011 kl. 13:06


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 13:06
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) fyrir BVG, kl. 13:06
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 13:06
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 13:06
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:06
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 13:06
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 13:06
Þór Saari (ÞSa), kl. 13:06

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 13:13
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar. Gerðardrögin voru samþykkt án athugasemda.

2) 306. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi Kl. 13:10
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Þá var lögð fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið frá sér með álitsdrögunum. Tillagan var samþykkt af KLM, LRM, MSch, ÓÞ, ÞSa og ÁÞS. Þá var tilkynnt að SIJ yrði með á álitinu á grundvelli 4. mgr. 18. gr. bráðabirgðastarfsreglna um fastanefndir Alþingis.

3) Önnur mál. Kl. 13:06
Möguleg dagskrá næstu funda var rædd.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.
SIJ var fjarverandi vegna fundar í forsætisnefnd.

Fundi slitið kl. 13:14