25. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 16. desember 2011 kl. 09:35


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:35
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:42
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:42
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:35
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:35
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:35
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:42

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) 318. mál - Landsvirkjun o.fl. Kl. 09:35
Nefndin ræddi málið.
Fyrir fundinn voru lögð drög að framhaldsnefndaráliti um málið. Lögð var fram tillaga um að málið yrði afgreitt með álitsdrögunum. Tillagan var samþykkt samhljóða.

2) Önnur mál. Kl. 09:51
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.
ÓÞ, EKG og BVG komu seint á fund nefndarinnar þar sem þau sátu aðra nefndafundi á sama tíma.

Fundi slitið kl. 09:51