31. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 2. febrúar 2012 kl. 09:00


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:00
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:00
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:00
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:00
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:00
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:00

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:02
Dagskrárlið frestað.

2) Dýralæknar - samningaviðræður um vaktgreiðslur og vaktsvæði. Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar komu Sigurgeir Þorgeirsson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, Stefán Guðmundsson frá Matvælastofnun og Guðbjörg Þorvarðardóttir og Gunnar Örn Guðmundsson frá Dýralæknafélagi Íslands. Fóru þau yfir samningaviðræður um vaktgreiðslur og vaktsvæði dýralækna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 134. mál - innflutningur dýra Kl. 10:00
Borin var upp tillaga að ÓÞ yrði skipuð framsögumaður frumvarpsins. Það var samþykkt. Umsagnarfrestur var ákveðin til 1. mars.

4) 202. mál - stjórn fiskveiða Kl. 10:05
Borin var upp sú tillaga að ÞSa yrði skipaður framsögumaður frumvarpsins. Það var samþykkt. Umsagnarfrestur var ákveðin til 1. mars.

5) 408. mál - stjórn fiskveiða Kl. 10:07
Borin var upp sú tillaga að ÞSa yrði skipaður framsögumaður frumvarpsins. Það var samþykkt. Umsagnarfrestur var ákveðin til 1. mars.

6) Önnur mál. Kl. 10:10
Fleira var ekki rætt.
EKG vék af fundi kl. 10:01 vegna annarra þingstarfa.
BVG var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 10:10