37. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 28. febrúar 2012 kl. 10:06


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 10:06
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 10:06
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 10:06
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:06
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 10:06
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 10:06
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 10:06
Þór Saari (ÞSa), kl. 10:06

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 10:07
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerðum 35. og 36. funda nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt án athugasemda.

2) Kosning 2. varaformanns. Kl. 10:10
Lögð var fram tillaga um að SER yrði 2. varaformaður nefndarinnar. Tillagan var samþykkt samhljóða.

3) 385. mál - stefna um beina erlenda fjárfestingu Kl. 10:12
Fyrir fundinn voru lögð drög að áliti nefndarinnar um málið, sbr. álitsbeiðni efnahags- og viðskiptanefndar. Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða.

4) 508. mál - framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög Kl. 10:17
Lög var fram tillaga um að málið yrði sent til umsagnar. Tilagan var samþykkt samhljóða.
Lögð var fram tillaga um að EKG yrði framsögumaður málsins. Tilagan var samþykkt samhljóða.

5) 7. mál - efling græna hagkerfisins á Íslandi Kl. 10:25
Nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál. Kl. 11:21
Nefndin ræddi stuttlega um mögulega dagskrá næsta fundar hennar.
BVG var fjarverandi vegna annarra fundarhalda.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.


Fundi slitið kl. 11:21