43. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 26. mars 2012 kl. 15:23


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 15:23
Álfheiður Ingadóttir (ÁI) fyrir BVG, kl. 15:29
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 15:23
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 15:23
Þór Saari (ÞSa), kl. 15:23

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 15:23
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 138. mál - matvæli Kl. 15:29
Fyrir fundinn voru lögð drög að sameiginlegu nefndaráliti um 61. og 138. mál. Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt.
LRM var samþykk afgreiðslu tillögunnar skv. 4. mgr. 18. gr. bráðabirgðastarfsreglna fastanefnda Alþingis.

3) 61. mál - matvæli Kl. 15:29
Fyrir fundinn voru lögð drög að sameiginlegu nefndaráliti um 61. og 138. mál. Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt.
LRM var samþykk afgreiðslu tillögunnar skv. 4. mgr. 18. gr. bráðabirgðastarfsreglna fastanefnda Alþingis.

4) 134. mál - innflutningur dýra Kl. 15:30
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál. Kl. 15:32
ÓÞ var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
SER var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
LRM og EKG voru veðurteppt á Vestfjörðum.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 15:33