47. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 12. apríl 2012 kl. 09:34


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:34
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:34
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:34
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:34
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:16
Margrét Tryggvadóttir (MT) fyrir ÞSa, kl. 09:34
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:34

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:34
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 657. mál - stjórn fiskveiða Kl. 09:36
Á fund nefndarinnar komu Huginn Freyr Þorsteinsson og Indriði H. Þorláksson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, Valdimar Halldórsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og Þorvarður Gunnarsson, Ýmir Örn Finnbogason og Jónas Gestur Jónasson frá Deloitte ehf. Gestirnir kynntu nefndinni útreikninga veiðileyfagjalda og forsendur þeirra.

3) 658. mál - veiðigjöld Kl. 09:36
Á fund nefndarinnar komu Huginn Freyr Þorsteinsson og Indriði H. Þorláksson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, Valdimar Halldórsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og Þorvarður Gunnarsson, Ýmir Örn Finnbogason og Jónas Gestur Jónasson frá Deloitte ehf. Gestirnir kynntu nefndinni útreikninga veiðileyfagjalda og forsendur þeirra.

4) Önnur mál. Kl. 12:19
Nefndin ræddi mögulega dagskrá næsta fundar.
LRM mætti seint vegna seinkunar flugs frá Ísafirði.
ÓÞ var fjarverandi vegna seinkunar flugs frá Ísafirði.
SER var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:23