48. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 13. apríl 2012 kl. 09:39


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:39
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:39
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:39
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:43
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:39
Margrét Tryggvadóttir (MT) fyrir ÞSa, kl. 10:23
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:39
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:39

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 11:43
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 657. mál - stjórn fiskveiða Kl. 09:39
Á fund nefndarinnar komu Ólafur Hjálmarsson, Gyða Þórðardóttir og Rósmundur Guðnason frá Hagstofu Íslands og Jón Þorgeir Einarsson og Guðmundur Einarsson frá Bakknesi ehf. Ólafur, Gyða og Rósmundur kynntu nefndinni fyrirkomulag og forsendur sk. árgreiðsluaðferðar og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu. Jón Þorgeir og Guðmundur kynntu nefndinni afstöðu sína til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 658. mál - veiðigjöld Kl. 09:39
Á fund nefndarinnar komu Ólafur Hjálmarsson, Gyða Þórðardóttir og Rósmundur Guðnason frá Hagstofu Íslands og Jón Þorgeir Einarsson og Guðmundur Einarsson frá Bakknesi ehf. Ólafur, Gyða og Rósmundur kynntu nefndinni fyrirkomulag og forsendur sk. árgreiðsluaðferðar og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu. Jón Þorgeir og Guðmundur kynntu nefndinni afstöðu sína til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) Önnur mál. Kl. 11:44
BVG yfirgaf fundinn kl. 11:13.
JónG yfirgaf fundinn kl. 11:30.
SER var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:44