57. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. maí 2012 kl. 09:52


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:52
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:52
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:52
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:52
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:52
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:52

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) 387. mál - matvæli Kl. 09:52
Á fund nefndarinnar kom Karen Bragadóttir frá Tollstjóranum. Gesturinn kynnti nefndinni tillögur um breytingar á þingmálinu og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.

2) 508. mál - framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög Kl. 10:01
Nefndin ræddi málið.

3) 660. mál - eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru Kl. 10:07
Lögð var fram tillaga um að senda málið til umsagnar. Tillagan var samþykkt.
Lögð var fram tillaga um að KLM yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.

4) Afstaða til nýs EES-máls, skv. 2. gr. EES-reglna (Verndun dýra við dýratilraunir). Kl. 10:10
Nefndin ræddi málið.

5) Afstaða til nýs EES-máls, skv. 2. gr. EES-reglna (Lífræn framleiðsla og merking lífrænna afurða). Kl. 10:11
Nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál. Kl. 10:14
SER, ÓÞ og ÞSa voru fjarverandi.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.


Fundi slitið kl. 10:14