60. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. maí 2012 kl. 09:04


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:04
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:04
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:04
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:04
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:04
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:08
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:04
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:04
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:04

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 12:07
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt með breytingum

2) 657. mál - stjórn fiskveiða Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Elliði Vignisson frá Vestmannaeyjabæ, Svanfríður Inga Jónasdóttir frá Dalvíkurbyggð, Elías Jónatansson frá Bolungarvíkurkaupstað, Kristinn Jónasson frá Snæfellsbæ og Jens Garðar Helgason og Flosi Eiríksson frá Fjarðabyggð. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Að auki komu Þórólfur Matthíasson prófessor og Magnús Thoroddsen hrl. á fund nefndarinnar. Þórólfur kynnti nefndinni rannsókn sína á áhrifum auðlindagjalds á rekstur og efnahag útgerðar og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu. Magnús kynnti nefndinni lögfræðiálit dags. 4. apríl 2011 og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 658. mál - veiðigjöld Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Elliði Vignisson frá Vestmannaeyjabæ, Svanfríður Inga Jónasdóttir frá Dalvíkurbyggð, Elías Jónatansson frá Bolungarvíkurkaupstað, Kristinn Jónasson frá Snæfellsbæ og Jens Garðar Helgason og Flosi Eiríksson frá Fjarðabyggð. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Að auki komu Þórólfur Matthíasson prófessor og Magnús Thoroddsen hrl. á fund nefndarinnar. Þórólfur kynnti nefndinni rannsókn sína á áhrifum auðlindagjalds á rekstur og efnahag útgerðar og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu. Magnús kynnti nefndinni lögfræðiálit dags. 4. apríl 2011 og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) Önnur mál. Kl. 12:07
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:08