68. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. maí 2012 kl. 09:18


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:18
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ) fyrir EKG, kl. 09:18
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:18
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:18
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:18
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:18
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:18
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:18
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:55

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:19
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð 65. fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 728. mál - upprunaábyrgð á raforku Kl. 09:19
Á fund nefndarinnar kom Ingvi Már Pálsson frá iðnaðarráðuneytinu. Ingvi kynnti nefndinni málið og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 689. mál - niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar Kl. 09:36
Á fund nefndarinnar kom Ingvi Már Pálsson frá iðnaðarráðuneytinu. Ingvi kynnti nefndinni málið og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) 660. mál - eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar kom Baldur P. Erlingsson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Baldur kynnti nefndinni málið og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.

5) 657. mál - stjórn fiskveiða Kl. 11:07
Nefndin ræddi málið.

6) 658. mál - veiðigjöld Kl. 11:07
Nefndin ræddi málið.

7) Önnur mál. Kl. 11:40
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:40