69. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 09:08


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:08
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:08
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:08
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:08
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:55
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:08
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:08
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:08

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) 727. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 09:08
Nefndin fundaði sameiginlega um málið með umhverfis- og samgöngunefnd. Frá þeirri nefnd mættu GLG, MÁ, AtlG, ÞBach, VigH, ÁJ, RM og BÁ. til fundarins
Á fund nefndanna komu Bjarni Bjarnason, Eiríkur Hjálmarsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Inga Dóra Hrólfsdóttir og Þorgeir Einarsson frá Orkuveitu Reykjavíkur og Eiríkur Bragason og Eyþór Arnalds frá Íslenskri vatnsorku ehf. Gestirnir kynntu nefndunum afstöðu fyrirtækjanna til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

2) Önnur mál. Kl. 10:47
EKG var fjarverandi.
ÓÞ mætti seint vegna tímasetningar flugsamgangna frá Ísafirði.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:47