70. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 15:24


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 15:24
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ) fyrir EKG, kl. 15:24
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 15:51
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 15:24
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 15:24

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) 727. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 15:24
Nefndin fundaði með sameiginlega með umhverfis- og samgöngunefnd um málið en frá þeirri nefnd mættu GLG, RM, MÁ, ÞBach, AtlG, BÁ og ÁJ til fundarins.
Á fund nefndanna komu Jörundur Gauksson frá Veiðifélagi Árnesinga, Oddur Guðni Bjarnason og Jón Árni Vignisson frá Veiðifélagi Þjórsár, Óðinn Sigþórsson frá Landssambandi veiðifélaga, Orri Vigfússon frá North Atlantic Salmon Fund og Sigurður Guðjónsson frá Veiðimálastofnun. Gestirnir kynntu nefndunum afstöðu sína til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
ÓÞ var fjarverandi vegna veru hjá tannlækni.
JónG, BVG og ÞSa voru fjarverandi.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 18:52