78. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 1. júní 2012 kl. 08:40


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 08:40
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 08:40
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 08:40
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 08:40
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 08:40
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 08:46
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 08:40
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 08:42
Þór Saari (ÞSa), kl. 08:40

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) 657. mál - stjórn fiskveiða Kl. 08:40
Á fund nefndarinnar komu Daði Már Kristófersson og Jóhann Guðmundsson og Arnór Snæbjörnsson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Daði kynnti nefndinni mat á áhrifum samþykktar breytingartillagna sem BVG hafði kynnt nefndinni og svaraði spurningum nefndarmanna að þeim loknum. Ráðuneytismenn kynntu nefndinni hugmynd að tillögu til breytingar og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

2) Önnur mál. Kl. 10:26
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar. Gerðardrögin voru samþykkt.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:40