16. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 19. nóvember 2012 kl. 09:09


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:09
Álfheiður Ingadóttir (ÁI) fyrir BVG, kl. 09:09
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:09
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:09
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:11
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:09
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:09

JRG boðaði forföll.
JónG var fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) 89. mál - vernd og orkunýting landsvæða Kl. 09:09
Fyrir fundinn voru lögð drög að umsögn nefndarinnar um málið. Lögð var fram tillaga um að nefndin mundi senda umhverfis- og samgöngunefnd umsögn um málið byggða á drögunum. Tillagan var samþykkt með atkvæðum ÁI, KLM, LRM, ÓÞ og ÞSa. JRG tilkynnti stuðning sinn við tillöguna í gegnum síma. KLM og ÞSa kynntu fyrirvara sína við umsögnina.
EKG boðaði að hann og JónG mundu skila sérstakri umsögn um málið.
SIJ boðaði að hann mundi skila sérstakri umsögn um málið.

2) Önnur mál. Kl. 09:24
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 09:25