17. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 20. nóvember 2012 kl. 09:01


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:01
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:01
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:01
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:01
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:01
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:01
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:01
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:01
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:01

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 12:00
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) Staða sjávarútvegsins. Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Friðrik J. Arngrímsson og Sveinn Hjörtur Hjartarson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Gunnar Tómasson og Guðbergur Rúnarsson frá Samtökum fiskvinnslustöðva, Halldór Ármannsson frá Landssambandi smábátaeigenda, Gunnar Örlygsson, Ólafur Arnarson og Jón Steinn Elísson frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda, Sævar Gunnarsson og Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands og Kristján Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni stöðu sjávarútvegsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 390. mál - lax- og silungsveiði Kl. 11:59
Lögð var fram tillaga um að setja málið í umsagnarferli. Tillagan var samþykkt.

4) 363. mál - eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru Kl. 11:59
Lögð var fram tillaga um að setja málið í umsagnarferli. Tillagan var samþykkt.

5) 236. mál - merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu Kl. 11:59
Lögð var fram tillaga um að setja málið í umsagnarferli. Tillagan var samþykkt.

6) 52. mál - rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku á Íslandi Kl. 11:50
Lögð var fram tillaga um að setja málið í umsagnarferli. Tillagan var samþykkt.

7) 264. mál - niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar Kl. 11:59
Lögð var fram tillaga um að setja málið í umsagnarferli. Tillagan var samþykkt.

8) 81. mál - jöfnun húshitunarkostnaðar og flutningskostnaðar á raforku á landsvísu Kl. 11:59
Lögð var fram tillaga um að setja málið í umsagnarferli. Tillagan var samþykkt.

9) 249. mál - nýsköpunarátak til að stórefla heilsársferðaþjónustu úti á landi Kl. 11:59
Lögð var fram tillaga um að setja málið í umsagnarferli. Tillagan var samþykkt.

10) 392. mál - varðveisla og viðhald gamalla skipa og báta Kl. 11:59
Lögð var fram tillaga um að setja málið í umsagnarferli. Tillagan var samþykkt.

11) 205. mál - sala sjávarafla o.fl. Kl. 11:59
Lögð var fram tillaga um að setja málið í umsagnarferli. Tillagan var samþykkt.

12) 206. mál - stjórn fiskveiða Kl. 11:59
Lögð var fram tillaga um að setja málið í umsagnarferli. Tillagan var samþykkt.

13) Önnur mál. Kl. 12:01
Lögð var fram tillaga um að lengja umsagnarfrest um 282 og 283 mál. Tillagan var samþykkt.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:01